Press Release
Vélfag Faces Insolvency Threat Despite Strategic Importance for Iceland’s Fishing Industry
Reykjavík, September 2025 – Last Thursday, the first lawsuit against the Republic of Iceland in the “Velfag matter” was filed in Reykjavik. Further legal actions are expected both in Iceland and in Luxembourg (EFTA and EEA).
On Friday, Minister Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir issued a new decree stating that Velfag will be forced into insolvency within four weeks unless the company provides “conclusive documents or information.” However, the Ministry has not specified what documents are being requested. At the same time, the exemption framework was further tightened, placing even greater obstacles on the company’s operations.
This decision stands in stark contrast to the Minister’s earlier statement that Velfag is “strategically important for Iceland’s fishing industry.” Today, 84% of Icelandic freezer trawlers are equipped with Velfag machinery, and Velfag technology is also installed in some of the most advanced land-based processing plants in Iceland. The consequences of a forced closure would be significant for the entire sector, threatening more than 20 jobs in Akureyri and disrupting core operations of Iceland’s fishing industry.
Industry representatives fear that these measures are not the result of simple administrative oversight but instead appear to be a deliberate – and unlawful – attempt to dismantle a fundamentally healthy Icelandic company. Such actions could lead to extensive lawsuits for damages against the Icelandic state, ultimately burdening the taxpayer.
It must be emphasized that neither Vitaly Orlov, nor Nikita Orlov, nor the current owner have ever been sanctioned. There is also no connection between current shareholder and the sanctioned company Norebo. EU sanctions legislation is clear: Iceland has neither the mandate nor the right to sanction Velfag or its shareholders. Any European court is expected to reach a straightforward decision in this regard.
The measures currently pursued are disproportionate, lack legal foundation, and raise a serious question: Whose interests do Þorgerður Katrin Gunnarsdottir and Arion Bank serve by paving the way for Velfag’s destruction?
Icelandic below
Fréttatilkynning
Vélfag stendur frammi fyrir gjaldþroti þrátt fyrir strategískt mikilvægi fyrir íslenskan sjávarútveg.
Reykjavík, september 2025 – Síðasta fimmtudag var höfðað fyrsta málið gegn íslenska ríkinu í svokölluðu „Vélfagsmáli“ í Reykjavík. Gera má ráð fyrir frekari málshöfðunum bæði á Íslandi og í Lúxemborg (EFTA og EES).
Á föstudaginn gaf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra, út nýja ákvörðun þar sem segir að Vélfag verði sent í gjaldþrot innan fjögurra vikna nema félagið leggi fram „afgerandi gögn eða upplýsingar“. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki tilgreint hvaða gagna sé krafist. Á sama tíma var undanþáguramminn þrengdur enn frekar sem setur frekari hindranir á rekstur félagsins.
Þessi ákvörðun stendur í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingu ráðherrans um að Vélfag sé „strategískt mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg.“ Í dag eru 84% af íslenskum frystitogurum búnir vélum frá Vélfagi, og tækni félagsins er einnig í notkun í sumum af öflugustu landvinnslum Íslands. Afleiðingar nauðungarlokunar væru alvarlegar fyrir greinina í heild, þar sem yfir 20 störf á Akureyri væru í húfi og grundvallarstarfsemi íslensks sjávarútvegs væri raskað.
Fulltrúar greinarinnar óttast að þessar aðgerðir séu ekki afleiðingar einfaldrar stjórnsýslulegrar vanrækslu heldur virðist hér vera um að ræða markvísa – og ólögmæta – tilraun til að brjóta niður að öllu leyti heilbrigt íslenskt fyrirtæki. Slíkar aðgerðir gætu leitt til umfangsmikilla málaferla vegna skaðabóta gegn íslenska ríkinu, sem að lokum myndi lenda á skattgreiðendum.
Árétta ber að hvorki Vitaly Orlov, Nikita Orlov né núverandi meirihlutaeigandi hafa nokkru sinni verið á viðurlagalista. Einnig er engin tenging milli núverandi hluthafa og Norebo. Löggjöf Evrópusambandsins um viðurlög er skýr í þessu samhengi: Íslandi hefur hvorki
verið falið né hefur rétt til að setja Vélfag eða hluthafa þess á lista. Ljóst er að evrópskur dómstóll muni taka skýra ákvörðun í þessu máli.
Aðgerðirnar sem nú eru reknar eru óhóflegar, byggðar á veikum lagagrundvelli og vekja alvarlegar spurningar: Fyrir hvern starfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Arion banki með því að ryðja brautina fyrir gjaldþrot Vélfags?